ME áfram í Gettu betur

Lið Menntaskólans á Egilsstöðum er komið í aðra umferð spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur. Verkmenntaskóli Austurlands tapaði sinni fyrstu viðureign.


Verkmenntaskólinn átti fyrstu keppni ársins á mánudagskvöld móti Menntaskólanum á Ísafirði. Ísfirðingar unnu 18-24.

VA var með sama lið og í fyrra þau Mörtu Guðlaugu Svavarsdóttur, Þorvald Martein Jónsson og Sigurð Gunnþórsson.


Menntaskólinn á Egilsstöðum burstaði Menntaskólann við Sund 31-14. Liðið skipa þau Alexander Ingi Jónsson, Ása Þorsteinsdóttir og Gísli Björn Helgason.

Fyrstu umferð lýkur í vikunni og í lok hennar verður dregið í aðra umferð. Þar er liðunum raðað í tvo styrkleikaflokka eftir stigaskori í fyrstu umferð og verður að teljast líklegt að ME verði þar í efri flokki.

Mynd: Æfingahópur VA. Mynd: VA

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar