ME lagði Tækniskólann í Gettu betur
Menntaskólinn á Egilsstöðum komst í kvöld áfram í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur þegar liðið vann lið Tækniskólans með átta stigum gegn fimm.
ME leiddi strax eftir hraðaspurningarnar 5-2. ME tefli fram nýju liði skipuðu þeim Alexander Jónssyni, Valgeiri Eyþórssyni og Kolbrúnu Sverrisdóttur.
Strax að lokinni keppninni var dregið í annarri umferð. ME mætir Verzlunarskóla Íslands eftir viku. Verkmenntaskóli Austurlands dróst gegn Borgarholtsskóla á miðvikudagskvöld. VA sat hjá í fyrstu umferð þar sem mótherjarnir á starfsmennabraut Landbúnaðarháskólans drógu sig úr leik.
Sigurliðin í annarri umferð komast í átta liða úrslitin sem fram fara í sjónvarpi.