Skip to main content

ME úr leik í Morfís

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 11. des 2009 09:32Uppfært 08. jan 2016 19:21

Lið Menntaskólans á Egilsstöðum féll nýverið úr leik fyrir liði Verslunarskólans í fyrstu umferð ræðukeppni framhaldsskólanna, Morfís. Sigur Verslunarskólans varð nokkuð stór, 672 stig þar sem ME náði ekki yfir 100 stig. Lið Verslunarskólans var meðal þeirra betri sem sést hafa í fyrstu umferð. Umræðuefnið var alþjóðavæðing og mælti ME á móti henni. 

morfis_verslo_me_0011_vefur.jpg

Lið ME skipuðu Steinunn Friðriksdóttir, frummælandi, Sævar Atli Sævarsson, meðmælandi, Hafþór Eide Hafþórsson, stuðningsmaður og Hrefna Rún Kristinsdóttir, liðsstjóri. Hátt í eitt hundrað menntskælingar fylgdu liðinu suður og studdu það dyggilega í samkomusal Verslunarskólans.

GG

morfis_verslo_me_0001.jpg

 

001: Stór hópi fylgdi ME liðinu suður. Mynd: GG

011: Lið ME. Frá vinstri: Steinunn, Hafþór, Hrefna Rún og Sævar Atli. Mynd: GG