Megahelgi framundan!

Listahátíðin Sumar í Havarí verður formlega sett á laugardaginn og dagskráin um helgina verður hin glæsilegasta. Segja má að fjórðungurinn allur iði af lífi og skemmtilegheitum um helgina. 

Myndlistarkonan Sara Riel sýningu á verkum sínum í Havarí á morgun, en sýningin ber heitið Marvera og inniheldur myndir úr draumkenndum heimi undir sjávarmáli. Annað kvöld stígur Stephan Stephensen á svið á sama stað, betur þekktur sem President Bongo, einn fremsti og afkastamesti tilraunalistamaður þjóðarinnar og vinnur á mörkum tónlistar, hönnunar, ljósmyndunnar og frjálsra sviðslita. Þungarokkshljómsveitin DIMMA lokar svo helginni með tónleikum á sunnudagskvöldið, en sveitin sendir frá sér plötuna Eldraunir í maí. Hér má nánar fylgjast með dagskránni í Havarí. 

DIMMA verður með tónleika í Valaskjálf laugardaginn 3 júní. Nánar má lesa um viðburðinn hér.

Pétur Jóhann Sigfússon stígur á stokk á Seyðisfirði og Fáskrúðsfirði um helgina með sýninu sína Pétur Jóhann Óheflaður. Hann verður í Herðubreið á Seyðisfirði á laugardagskvöldið og í Skrúð á Fáskrúðsfirði á sunnudagskvöldið.

Stelpugolf, samstarfsverkefni GSÍ og PGA verður haldið á Kolli, golfvellinum á Reyðarfirði á mánudaginn, annan í Hvítasunnu milli klukkan 11:00 og 14:00. Stelpugolf er nú haldið á fimm stöðum á landinu og þar á meðal eru golfklúbbarnir hér fyrir austan með í vekrkefninu. Markmið verkefnisins er að fá fleiri stelpur á öllum aldri til að prófa golfið. Hér má sjá umfjöllun um viðburðinn.

Mikið húllumhæ verður á Reyðarfirði á morgun, þegar Barnadagurinn verður haldinn á vellinum við grunnskólann. Hér má sjá umfjöllun um viðburðinn.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar