Menningarstyrkir: Hæsti styrkurinn til Sköpunarmiðstöðvar á Stöðvarfirði
Fyrirhuguð Sköpunarmiðstöð á Stöðvarfirði fékk hæsta styrkinn þegar Menningarráð Austurlands úthlutaði styrkjum um seinustu helgi. Alls var úthlutað 63 styrkjum fyrir alls 26 milljónir króna. Við sama tilefni var endurnýjaður samningur við mennta- og menningarmála- og iðnaðarráðuneytið um stuðning þeirra við menningu og listir á Austurlandi til ársins 2013.
Hæsta styrkinn, 1,2 milljónir króna, féll Sköpunarmiðstöðin. Um þessar mundir er unnið að því að búa til skapandi samfélag og sjálfbæra listsköpun í gömlu frystihúsi á Stöðvarfirði í samvinnu við innlend og erlend hönnunarsamfélög og skóla. Hinn þekkti listaskóli Central Saint Martins í London hefur nýlega boðist til þess að taka þátt í þessari uppbyggingu og kemur hópur nemenda og kennara frá skólanum til Stöðvarfjarðar í sumar til þess að hefja þá vinnu. Listamennirnir Rósa Valtingojer og Zdenek Patak eru helstu hvatamenn að verkefninu.
Aðrir styrkir 2011
1.000.000 LungA. Listahátíð ungs fólks á Austurlandi. Hátíðin er sérstaklega sniðin að óskum ungmenna á aldrinum 16-25 ára og er því einstök í sinni röð á landsvísu og þó víðar væri leitað. Sumarið 2011 verða sjö mismunandi listasmiðjur. Meginmarkmið LungA er að efla vitund ungmenna um menningu og listir og skapa vettvang til sköpunar. Hátíðin hefur hlotið fjölda viðurkenninga, m.a. Eyrarrósina árið 2006. Ein af viðurkenningum LungA er umsögn hins virta listamanns Hinrik Vibskov, sem var leiðbeinandi í listasmiðju 2009 og 2010, en hann lét hafa eftir sér í tískutímaritinu Elle að hápunktur ársins 2010 hefðu verið að eignast barn og taka þátt í LungA á Íslandi.
1.000.000 Þjóðleikur, leiklistarhátíð unglinga á Austurlandi. Þrjú ný leikverk sérstaklega samin fyrir ungt fólk voru skrifuð fyrir hátíðina. Rúmlega 200 unglingar af öllu Austurlandi tóku þátt auk leikstjóra sem nutu leiðsagnar fagfólks úr Þjóðleikhúsinu. Námskeið fóru m.a. fram á Reyðarfirði og að loknum æfingum var frumsýnt í heimabyggð en síðan var lokið með sameiginlegri leiklistarhátíð á Egilsstöðum um síðustu helgi. Verkefnið er samstarfsverkefni fræðsludeildar Þjóðleikhússins og Miðstöðvar sviðslista á Austurlandi.
1.000.000 Aðventutónleikar Kórs Fjarðabyggðar. Kórinn, ásamt landþekktum einsöngvara flytur annars vegar Jólaóratoriu J.S. Bach og hins vegar verk í léttari dúr. Aðventutónleikarnir eru samstarf margra kóra og áhugasamra einstaklinga víða að af Austurlandi og hafa verið árlegur viðburður frá árinu 1986.
1.000.000 Minningarsafn / Collected memory. Kortleggja skal alla skráða íbúa á Seyðisfirði og á Hólmavík. Verkefnið er hugmynd svissneska listamannsins Christoph Buchel og verður unnið af honum og Nínu Magnúsdóttur í samstarfi við starfsfólk Skaftfells og í samvinnu við Þjóðfræðistofuna á Ströndum. Meðan á söfnun stendur verður efnið aðgengilegt í sýningarsal Skaftfells á Seyðisfirði.
800.000 Eistnaflug. Hátíðin á sjö ára sögu og leggur áherslu á þungt rokk og aðrar tengdar jaðarstefnur í tónlist. Hátíðin er löngu landsþekkt og nýtur vinsælda langt út fyrir landið. Nú koma fimm erlendar hljómsveitir á hátíðina sem haldin er aðra helgi í júlí.
800.000 700is Hreindýraland. Hátíðin er alþjóðleg tilrauna - listahátíð haldin á Austurlandi á hverju ári. Hátíðin stendur í viku og leggur aðaláherslu á vídeólist, hljóðlist, tilraunakvikmyndir, "media art" og allskyns tilraunastarfsemi sem er mjög mikilvæg fyrir listamenn. Á hátíðinni í ár var þemað gagnvirk list. Hátíðin hefur nú verið haldin sex sinnum og er í öflugu Evrópusamstarfi. Hátíðinni hefur verið boðið að sýna víða erlendis síðustu ár og er því í raun í gangi allt árið. Á síðasta ári var 700is boðið að sýna í listþríæringi í Eskilstuna í Svíþjóð, í Osló, Búdapest, Liverpool, Runavík og Berlín.
800.000 Tvö verkefni á vegum Tækniminjasafns Austurlands - Smiðjuhátíð og Grafíska bomban.
a. Smiðjuhátíð Tækniminjasafns er árlegur viðburður þar sem megináherslan er að sýna og kenna mismunandi vinnuaðferðir, m.a. eldsmíði, hnífasmíði og málmsteypu.
b. Grafíska bomban er nýtt samstarfsverkefni þar sem Ríkharður Valtingojer kennir ungu fólki að vinna í grafískri hönnun, myndgerð, prentun og bókagerð.
700.000 Þrjú verkefni sem orðin er hefð fyrir á Vopnafirði í umsjá Menningarnefndar Vopnafjarðar.
a. Skálda- og sagnakvöld, um skáldkonuna Erlu (Guðfinnu Þorsteinsdóttur) og son hennar Þorstein Valdimarsson.
b. Listasmiðjur fyrir börn á menningarhátíðinni Einu sinni á ágústkvöldi.
c. Skáldakvöld tileinkað Jóni Múla og Jónasi Árnasonum á hátíðinni Einu sinni á ágústkvöldi.
700.000 Hammondhátíð. Hátíðin er tónlistarhátíð sem er ætluð til kynningar á Hammondorgelinu og þeirri tónlist og tónlistarmönnum sem því tengjast. Hátíðin er nú haldin í sjötta sinn og fer vaxandi og verður stærri og glæsilegri með hverju árinu.
600.000 Kirkju- og menningarmiðstöð Fjarðabyggðar. Tvö verkefni.
a. Óma Íslandslög, tónleikar með Óskari Péturssyni, Daníel Þorsteinssyni og Kór Fjarðabyggðar.
b. Gospelnámskeið og tónleikar með Óskari Einarssyni og fleirum.
600.000 Aðferðir - Methods. Aðferðir eru kvikmyndaþættir sem fjalla um framleiðsluferli á Austurlandi á sviði matvæla og vefnaðarvöru (hráefna) og tengdra þátta. Þættirnir eru ætlaðir til að vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi staðbundinnar framleiðslu og tækifærin í heimabyggð og eru unnir af listamönnunum Körnu Sigurðardóttur og Viktor Sebastian.
600.000 Tímaháð, list - sumardagskrá Menningarmiðstöðva Austurlands. Miðstöðvarnar þrjár senda frá sér sameiginlega dagskrá á tímaháðri list eða uppákomulist frá 17. júní - 13. ágúst.
600.000 Tvö verkefni á vegum Gunnarsstofnunar
a. Aðventa - Ferðalangar á Fjöllum, Ljósmyndaverkefni. Valdar eru um 120 setningar og setningarhlutar úr Aðventu Gunnars Gunnarssonar og síðan valdir tökustaðir á Fjöllum og stund hverrar ljósmyndar þannig að úr verði heild og vísan til ritverksins.
b. Grýlugleði, árviss þjóðleg skemmtun og verkefni tengd henni.
500.000 Jazzhátíð Egilsstaða á Austurlandi. Hátíðin er með svipuðu sniði og síðustu ár og verður haldin í Fjarðabyggð, á Egilsstöðum og Seyðisfirði.
500.000 Sumartónleikaröðin Bláa kirkjan sem haldin hefur verið frá árinu 1998 mun nú í sumar halda uppi fjölbreyttri dagskrá á átta tónleikum frá 6. júlí til 24. ágúst.
400.000 Tónlistarsmiðja Brján 2011 og Dagur gítarsins eru tvö af fjölmörgum verkefnum Brjáns í Neskaupstað.
a. Í Tónsmiðjunni er það ungt tónlistarfólk á Austurlandi sem fer á helgarnámskeið og fær kennslu í hljóðfæraleik, söng, framkomu, tónsmíðum og hljóðupptökum.
b. Sýning á gítörum og skyldum strengjahljóðfærum í Egilsbúð.
400.000 Svanur Vilbergsson og Björn Thoroddsen saman á Austurlandi. Ætlunin er að skapa og útsetja tónlist sem er blanda af klassík og jazz. Þessir tónlistarmenn munu saman halda tónleika og námskeið. Auk þess mun Svanur halda áfram samstarfi við tónlistarfólk í Donegal á Írlandi með tónleikum fyrir hörpu og klassískan gítar.
400.000 Safnastofnun Fjarðabyggðar. Vinna að myndskreytingu í anda stríðsáranna á Stríðsárasafninu á Reyðarfirði. Með Ljósmyndasafni Eskifjarðar og Sjóminjasafni er unnið að leiðsagnagerð á hljómdisk og staðarkorti.
400.000 Sagan af Daníel eftir Guðjón Sveinsson frá Breiðdalsvík. Þýðing á handriti eftir Þorstein Jónsson fyrir sjónvarpsþætti til þess að hægt sé að sækja erlent fjármagn í kvikmyndun.
400.000 Kvöldvökur i gönguvikunni Á fætur í Fjarðabyggð. Þar kemur fram fjölbreyttur hópur listamanna á hverju kvöldi eftir göngur dagsins.
400.000 Listavöllur á Breiðdalsvík unnin af Unni Sveinsdóttur listamanni og leikmyndahönnuði – leikvöllur þar sem almenn leiktæki verða engin heldur prýða svæðið listaverk/útiskúlptúrar í líki fiska, hvala, sæskrímsla eða annars sem tengist sjósókn.
300.000 Austurland vorra tíma, kvikmyndagerðarmaðurinn Kári Gunnlaugsson ætlar sér að búa til aðgengilegar og áhugaverðar myndir um Austurland dagsins í dag.
300.000 Arfleifð, hönnun og kynning á vörum úr íslensku hráefni, s.s. roði, skinni og ull eftir Ágústu M. Arnarsdóttur.
300.000 Voðir. Vöruþróun og framleiðsla á vefnaðarvöru eftir Steinunni Björgu Helgadóttur.
300.000 Tónlistarstundir sumarið 2011 í Egilsstaða- og Vallaneskirkju. Ungir tónlistarnemendur á og frá Austurlandi auk tónlistarmanna og tónlistarkennara koma fram og flytja fjölbreytta tónlist á sex tónleikum.
300.000 Jólatónleikarnir Jólafriður þar sem flutt eru gömul og ný jólalög fyrir kór, einsöng og stórhljómsveit.
300.000 Bræðslan 2011. Tónlistarhátíð sem haldin er í sjöunda skiptið í gamalli bárujárnsskemmu á Borgarfirði eystri.
300.000 Tónverkið Stabat Mater eftir Pergolesi fyrir kvennakór, sópran, alt og hljómsveit. Flytjendur koma víða að af Austurlandi auk tveggja hljóðfæraleikara frá Reykjavík.
300.000 Mozart að vori - Jól með Bach í flutningi Kammerkórs Egilsstaðakirkju.
300.000 Tónlistarskemmtun í anda Hauks og Ellýjar. Flytjendur Erla Dóra Vogler, Bjarni Freyr Ágústson, Jón Hilmar Kárason, Þorlákur Ægir Ágústsson og fleiri.
300.000 Tónlistarsumarbúðir á Eiðum fyrir börn undir stjórn tónlistarmannanna Suncana Slamning og Charles Ross.
300.000 Ótrúleg eru ævintýrin, listasmiðjur á Eiðum með það að markmiði að örva sköpunargáfu og ímyndunarafl barna og unglinga. Eiðar ehf.
300.000 Fjöllistanámskeið í Fjarðabyggð. Áhugamannafélagið Circus Atlantis.
300.000 Listnámskeið fyrir ungmenni á vegum Vegahússins á Egilsstöðum. Danstónlistarhús og ýmis námskeið.
300.000 Norsku tengslin. Sýning Bent Aune myndlistarmanns frá Vesterålen í Noregi en hann dvaldi í Jensenshúsi á Eskifirði á síðasta ári.
300.000 Söngleikurinn Múlan Rús (Rauða Myllan). Leikfélagið Djúpið.
300.000 Tónleikaferðalag í skóla á Austurlandi og til Evrópu. Hljómsveitin Miri.
200.000 Rökkursögur í Randulffs-sjóhúsi. Sögur af landi og sjó sagðar af staðkunnum sjómönnum. Samstarf Ferðaþjónustunnar á Mjóeyri og Sjóminjasafns Austurlands.
200.000 Ævintýri á ævikvöldi. Sagnaþulurinn Berglind Ósk Agnarsdóttir heimsækir eldri borgara á Austurlandi og segir þeim sögur og syngur. Sögubrot, félag um sagnalist.
200.000 Árleg hönnunarsýning á Austurlandi, ætluð ungum, nýútskrifuðum hönnuðum frá Austurlandi. Þorpið - Hönnunarsamfélag.
200.000 Alþjóðleg kvikmyndahátíð. Kvikmyndalestin á Austurlandi. Sláturhúsið, Seyðisfjarðarbíó og Riff.
200.000 Hvað býr í kassanum? myndlistarannsókn fyrir ungt fólk í umsjá Skaftfells á Seyðisfirði.
200.000 Einn á báti. Stuttmynd unnin af Skúla Andréssyni nema í kvikmyndagerð.
200.000 Snjallsímaleiðsögn um Hérað og Hrafnkelssöguslóðir um 200 km langa hringleið. Hrafnkelufélagið.
200.000 Útivistar- og menningardagar um hvítasunnu. Ferðamálahópur Borgarfjarðar eystri.
200.000 Tónsmiðja Hafþórs Vals, fjölbreytt námskeið fyrir alla aldurshópa.
200.000 Sýning um málvísindamanninn dr. Stefán Einarsson í Breiðdalssetri.
200.000 Sumarmál og Flóra, sýning Ingunnar Þráinsdóttur, sem er grafískur hönnuður, á afrakstri listamannadvalar í Vesterålen í Noregi síðastliðið sumar.
200.000 Breiðdalsvík Panorama, Ljósmyndun og sýning á fjallahringnum nærri Breiðdalsvík, unnin af myndlistarmanninum Söndru Mjöll Jónsdóttur.
200.000 Töfrar á listahátíð - List fyrir alla, þrjár stuttmyndir sýndar á listahátíðinni List án landamæra. Ólöf Björk Bragadóttir myndlistarmaður og Sigurður Ingólfsson leikskáld unnu myndirnar ásamt fjölda fólks.
200.000 Austfirsk menning í ljósmyndum, ljósmyndasýning víða um Austurland á vegum Héraðsskjalasafn Austfirðinga og Ljósmyndasafns Austurlands.
200.000 Skemmtimenntun, safnakennsla á Minjasafni Austurlands.
200.000 Ný sýning í Löngubúð á Djúpavogi.
200.000 Þjóðsögumaraþon á Síðsumar í Berufirði. Nönnusafn.
200.000 VegaReiði 2011, ungmennatónleikar þar sem starfandi hljómsveitir af svæðinu spila ásamt gestahljómsveitum. Unnið í samstarfi við Vegahúsið, Kormák Mána og Hafþór Mána.
150.000 Gull í tönn, skrifa nýtt íslenskt drama. Ásgeir Hvítaskáld.
150.000 Uppsetning á leikritinu, Ástin er diskó. Nemendafélag ME.
100.000 Hagyrðingamót um Verslunarmannahelgina á Borgarfirði. Já sæll ehf.
100.000 Útgáfa á ljóðabókinni Lausagrjót úr þagnarmúrnum eftir Ingunni Vigdísi Sigmardóttir. Félag ljóðaunnenda á Austurlandi.
100.000 Hinum megin við sólsetrið. Ljóðabók eftir Svein Snorra Sveinsson.
100.000 Einarshátíð í Eydalakirkju í Breiðdal. Frumflutt verða verk eftir Finn Torfa Stefánsson og Daníel Arason við sálma sr. Einars í Eydölum.
100.000 Sögusýning á verkum Björgvins Guðmundssonar tónskálds frá Vopnafirði í umsjá Björgvinsfélagsins.
Sérstök samstarfs- og þróunarverkefni:
3.000.000 Erlent samstarf við Donegal á Írlandi og Vesterålen í Noregi auk annara landa. Verkefnið, Jaðar ímyndunaraflsins / Edge of the Imagination sem fram fer í Neskaupstað sumarið 2011 og fleira.