Menntaskólinn sýnir Ávaxtakörfuna
Leikfélag Mentaskólans á Egilsstöðum hefur sýnt leikritið Ávaxtakörfuna, eftir Kristlaugu Maríu Sigurðardóttur, við góðar undirtektir í Valaskjálf undanfarið, í leikstjórn Freyju Kristjánsdóttur.
Frumsýningin var 12 mars, sýningar urðu alls átta, síðustu sýningar eru í dag klukkan 16:00 og 20:00, seinni sýningin í dag er aukasýning sem var keypt af N1 fyrir starfsfólk og fjölskildur þeirra.
Leikarar í verkinu voru 13 að tölu og 5 manna hljómsveit lék stórt hlutverk í stykkinu og spilaði undir allan söng sem er mikill í sýningunni.
Góð aðsókn var að leikritinu, fullt var á frumsýningu og lokasýningu 110 til 120 manns, annars voru 60 til 90 manns á sýningunum.