Merkri sögu pósthúss á Seyðisfirði að ljúka

Pósthúsið á Seyðisfirði flytur á morgun inn á Landsbankann í bænum. Pósturinn hefur verið til húsa við Hafnargötu 4 og fer nú á númer 2 við sömu götu. Opnunartíminn er 12:30-16 virka daga líkt og í bankanum. Pósturinn segir í tilkynningu að engin breyting verði á þjónustu við viðskiptavini vegna samstarfsins við Landsbankann. Það liggur þó fyrir að opnunartími póstafgreiðslu skerðist frá því sem var. Sama fyrirkomulag er haft á póstþjónustu á Austurlandi á Vopnafirði, Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði og nú Seyðisfirði.

710_seydisfjordur.jpg

Íbúar Seyðisfjarðar fengu í vikunni bréf inn um lúguna um lokun pósthússins gamla og flutning þjónustunnar inn í Landsbankann. Maður hafði samband við Austurgluggann og kvartaði ákaflega yfir því að nú væri pósthúsið búið að þrengja þjónustu sína og Flytjandi og Landflutningar hefðu lokað starfsstöð sinni í bænum án nokkurs fyrirvara. ,,Mér til gríðarlegrar gremju veit ég ekki hvernig ég get sent pakka út úr bænum né hvernig ég á að fá jólapakkana senda til mín,“ sagði maðurinn, ósáttur við frammistöðu fyrirtækjanna.

-

Mynd/postur.is

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.