Metsala miða í Dyrfjallahlaupið

Þegar er búið að selja fleiri miða í Dyrfjallahlaupið nú en náðist fyrir ári síðan en þá var metþáttaka í þessu vinsæla fjallahlaupi.

Fjögur hundruð miðar voru seldir á síðasta ári sem varð til þess að miðum var fjölgað í fimm hundruð nú. Af þeim eru um 410 seldir samkvæmt upplýsingum frá skipuleggjendum nú tæpum sólarhring áður en hlaupin hefjast. Búast má við enn fleirum áður en hlaupin tvö hefjast á morgun.

Formleg dagskrá Dyrfjallahlaupsins hefst þó strax síðdegis í dag þegar grínarinn Ari Eldjárn stígur á stokk í félagsheimilinu Fjarðarborg á Borgarfirði eystra og eys úr grínskál sinni. Eins og Austurfrétt hefur greint frá er Dyrfjallahlaupið ekki lengur einn dagur heldur þrír en með því vonast skipuleggjendur til að fleiri sjái sér fært að mæta í Borgarfjörðinn en aðeins þeir sem áhuga hafa á að hlaupa í fjallasölum.

Lesa má allt um dagskrána á vef hlaupsins, dyrfjallahlaup.is, en enn er tími til að verða sér úti um miða ef hlaup í hinum fögru fjallasölum Dyrfjalla heillar útivistarfólk. Hægt er að velja um tvær mismunandi hlaupaleiðir eða bæði 12 kílómetra og 24 kílómetra eftir því sem fólk treystir sér til.

Hluti þess fagra svæðis sem hlaupið er um á morgun í Dyrfjallahlaupinu 2022. Mynd Dyrfjallahlaup.is

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.