Ríflega 1800 manns hafa farið út í Papey í sumar með Papeyjarferðum. Það er um 15% bæting frá eldra farþegameti.
Forsvarsmenn fyrirtækisins eru því ánægðir með sumarið eins og fleiri á Djúpavogi, en að því er fram kemur í frétt á vef sveitarfélagsins hefur ferðamannasumarið þar verið fádæma gott.
Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.