Skip to main content

Miðasalan á Bræðsluna byrjar á morgun

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 28. apr 2022 21:45Uppfært 28. apr 2022 21:46

Byrjað verður að selja miða á tónlistarhátíðina Bræðsluna á Borgarfirði eystra klukkan tíu í fyrramálið. Fimm atriði með íslensku tónlistarfólki verða á hátíðinni í sumar.


Hljómsveitir sumarsins hafa verið kynntar í vikunni, en af annarri.

Malen Áskelsdóttir, dóttir annars Bræðslustjórans Áskels Heiðar Ásgeirssonar, verður fyrsta á svið í sumar en á eftir henni fylgir kvennasveitin Flott, sem var valin bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum.

Mugison og KK hafa báðir spilað áður á Borgarfirði en þeir verða saman á sviðinu laugardaginn 23. júlí. Popphljómsveitin Írafár, sem nýverið kom saman aftur, mætir á svæðið sem og þjóðlagaþungarokksbandið Skálmöld, ein stærsta hljómsveit landsins í dag. Hvorug þeirra hefur áður spilað á Bræðslunni, sem haldin verður í sautjánda sinn.

Til viðbótar verður lifandi tónlist í öðrum húsum á Borgarfirði vikuna fyrir Bræðslu, eins og venjan er. Sú dagskrá verður kynnt síðar.