Mikill samdráttur í verslun

Tæplega 17% samdráttur er í dagvöruverslun í mars á föstu verðlagi miðað við sama mánuð í fyrra. Þetta er mesti samdráttur á einu ári, sem mælst hefur frá því að farið var að birta smásöluvísitölu árið 2001.

 fan2034035.jpg

Niðurstöður Rannsóknaseturs verslunarinnar á Bifröst, sem tekur saman veltu í dagvöruverslun, eru að mest dragist húsgagna- og raftækjaverslun saman, en velta í húsgagnaverslun minnkaði um tæp 55% og í raftækjaverslun um rúm 50%. Minnstur var samdrátturinn á smásölu á skóm eða um 5,8%. Stöðugur samdráttur hefur verið í verslun frá því í haust eða síðan bankahrunið varð.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar