![](/images/stories/news/2015/pesinn_malthing_nov15_0008_web.jpg)
Minningarnar um ME birtast á Twitter: Bannað að leggja í hringtorginu!
Bæði núverandi fyrrverandi nemendur – og jafnvel starfsmenn Menntaskólans á Egilsstöðum, hafa síðustu daga rifjað upp minningar sínar úr skólanum á Twitter.
Nemendafélag skólans fór af stað með myllumerkið #methings. Verið er að safna efni í skólablaðið og var skorað á tístara að segja frá hlutum sem þeir tengja við skólann. Af nógu er að taka þar sem þúsundur austfirskra ungmenna hafa farið í gegnum skólann frá stofnun hans árið 1979.
Ýmsar minningar koma fram þegar farið er yfir tístin svo sem samvera á heimavistinni, einstakir kennarar, mötuneytið og síðast en ekki síst – fjarvistir nemenda úr tímum. Austurfrétt leit yfir brot af því besta.