Minningarnar um ME birtast á Twitter: Bannað að leggja í hringtorginu!

Bæði núverandi fyrrverandi nemendur – og jafnvel starfsmenn Menntaskólans á Egilsstöðum, hafa síðustu daga rifjað upp minningar sínar úr skólanum á Twitter.


Nemendafélag skólans fór af stað með myllumerkið #methings. Verið er að safna efni í skólablaðið og var skorað á tístara að segja frá hlutum sem þeir tengja við skólann. Af nógu er að taka þar sem þúsundur austfirskra ungmenna hafa farið í gegnum skólann frá stofnun hans árið 1979.

Ýmsar minningar koma fram þegar farið er yfir tístin svo sem samvera á heimavistinni, einstakir kennarar, mötuneytið og síðast en ekki síst – fjarvistir nemenda úr tímum. Austurfrétt leit yfir brot af því besta.



Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar