Minnisvarði um merka Seyðfirðinga
Þriðjudaginn 20. október kl. 17.00 verður afhjúpaður minnisvarði við brúna á Fjarðará um Ólaf M. Ólafsson útgerðarmann og Jón Pálsson skipstjóra. Starfsmannafélag Gullbergs hefur haft forgöngu um framtak þetta og kostar minnisvarðann. Einnig hafa starfsmenn Seyðisfjarðarkaupstaðar komið að verkinu. Í tilefni dagsins ætla eigendur Gullbergs að bjóða starfsmönnum og öllum bæjarbúum að þiggja léttar veitingar að vígslu lokinni í Herðubreið frá 17.30-20.00.
