Skip to main content

Mótmæla áformum um breytingar á ráðuneytum landbúnaðar og sjávarútvegs

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 08. des 2009 10:33Uppfært 08. jan 2016 19:20

Stjórn Samtaka ungra bænda fordæmir þær fyrirætlanir forsætisráðherra að leggja niður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti í núverandi mynd. Í tilkynningu frá samtökunum segir að óæskilegt væri að leggja niður það ráðuneyti sem hefur að gera með málefni þessara tveggja frumframleiðslugreina, þegar einsýnt þykir að á næstu árum verði að leggja mikla áherslu á að tryggja mætvælaöryggi íslensku þjóðarinnar til framtíðar.

lamb-chops.jpg

Málefni landbúnaðar og sjávarútvegs skipa veigamikinn sess í íslensku samfélagi og telur stjórn Samtaka ungra bænda því fráleitt að leggja niður ráðuneyti  landbúnaðar- og sjávarútvegsmála. Skora því Samtök ungra bænda á forsætisráðherra að endurskoða þessa ákvörðun sína og hætta tafarlaust allri vinnu við að leggja niður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti.