Múlaþing 2023 komið út

Tímaritið Múlaþing, sem gefið er út af Sögufélagi Austurlands, er komið út. Um er að ræða 45 ritið í röðinni.

Meðal greina að þessu sinni eru niðurstöður Erlu Dóris Halldórsdóttur á mæðradauða og lækna- og yfirsetukvennaþjónustu í Múlasýslum frá 18. öld fram í byrjun 20. aldar. Helgi Skúli Kjartansson skoðar hvort vinnukonur á Austurlandi á 19. öld hafi getað gifst og Már Jónsson varpar ljósi á þróun lestrarkunnáttu í Múlasýslum á síðari hluta 18. Aldar.

Unnur Birna Karlsdóttir skrifar um þýska jarðfræðinginn Emmy M. Todtmann sem stundaði rannsóknir á Austurlandi á fjórða og sjötta tug 20. Aldar en Hjörleifur Guttormsson skrifar um aðdragandann að kaupum Gunnars Gunnarssonar skálds að Skriðuklaustri og ferð föður síns til Þýskalands vorið 1936.

Baldur Pálsson frá Aðalbóli í Hrafnkelsdal segir frá óvenjulegri ballferð í árslok 1973 en einnig er þar huldufólkssaga Vilborgar frá Möðrudal sem Vigfús I. Ingvarsson hefur skrásett.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.