Mynd Elvars áfram í Óskarsverðlaunavali
Stuttmyndin Sailcloth, sem Eskfirðingurinn Elfar Aðalsteinsson er aðalmaðurinn á bakvið, er meðal tíu mynda sem koma til greina í flokki bestu stuttmyndanna á Óskarsverðlaununum.
Bandaríska kvikmyndaakademían gaf í gærkvöldi út lista yfir tíu myndir sem koma til greina við valið. Mynd Elfars er á þeim lista. Hann skrifaði sjálfur handritið að henni og leikstýrði.
Til greina fyrir sjálf verðlaunin, sem verða afhent í lok febrúar í Los Angeles, koma 3-5 myndir af þessum lista. Tilkynnt verður um hvaða myndir það verða þann 24. janúar.
Meðlimir akademíunnar hafa undanfarið horft á 107 kvikmyndir sem til greina komu við valið. Meðal myndanna sem tilnefndar eru eru myndir frá Noregi, Þýskalandi og Bretlandi en fyrirtæki Elfars, Berserk Films, er einmitt staðsett þar.
Elfar er fóstursonur Aðalsteins „ríka“ Jónssonar sem reisti útgerðarfyrirtækið Eskju á Eskifirði. Aðalsöguhetja myndarinnar er byggð á Alla. Hún er leikin af breska stórleikaranum John Hurt.