Nú er hægt að hringja í skóginn

Skógrækt ríkisins tók upp á þeirri nýbreytni í byrjun júnímánaðar að bjóða gestum þjóðskóganna upp á skemmtilega viðbót við kyrrðina, fuglasönginn og þytinn í trjánum. Við stíga í skógunum standa nú staurar með símanúmeri sem hægt er að hringja í og hlusta á fróðleik eða skemmtun tengda umhverfinu.

oldphone.jpg

 

 

„Hugmyndin er að veita gestum þjóðskóganna upplýsingar um skóginn sem þeir eru staddir í, án þess að þeir þurfi að fá með sér leiðsögumann eða lesa bækling," segir Esther Ösp Gunnarsdóttir, kynningarstjóri Skógræktar ríkisins. "Í skógunum er búið að koma fyrir stöplum með símanúmerum. Þegar gengið er fram á staur er hægt að hringja í númerið og fá upplýsingarnar lesnar fyrir sig." Hver lestur er u.þ.b. 2-4 mínútur og gjaldið er það sama og í venjuleg símanúmer.„Við byrjum með nokkra staura í hverjum landsfjórðungi í sumar en þeim kemur svo til með að fjölga strax næsta sumar," segir Esther.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar