Ný fræðslu- og frístundastefna

Á fundi bæjarstjórnar Fjarðabyggðar fimmtudaginn 4. júní var samþykkt fræðslu- og frístundastefna fyrir Fjarðabyggð til næstu fimm ára. Unnið var að mótun stefnunnar frá nóvember 2008 til apríl 2009. Að stefnumótuninni kom 25 manna starfshópur sem samsettur var af fulltrúum skóla, frístundastofnana, frjálsra félagasamtaka og atvinnulífs. Verkefnastjóri var Hrönn Pétursdóttir.

fjaragbyggarlg.jpg

Í mars 2009 fór stefnan fyrir tvo íbúafundi í Fjarðabyggð og fund ungmennaráðs til athugasemda og umræðu. Með fræðslu- og frístundastefnunni fylgir aðgerðaráætlun til þriggja ára.

Í fræðslu- og frístundastefnu Fjarðabyggðar segir eftirfarandi um framtíðarsýn og hlutverk sveitarfélagsins.

 

Framtíðarsýn: Fjarðabyggð, góður staður fyrir börn og ungmenni að njóta fræðslu og frístunda.

Hlutverk Fjarðabyggðar er að vera í fremstu röð í fræðslu- og frístundamálum barna og ungmenna. Þessu hlutverki er náð með að:

-veita metnaðarfulla og framsækna grunnmenntun í skólum og félagsmiðstöðvum

-styðja við fjölbreytt frístundastarf í sveitarfélaginu

-stuðla að og viðhalda árangursríku samstarfi við hagsmunaaðila

-laða að og halda í hæft og drífandi starfsfólk.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.