Níðangurslegt veggjakrot
Veggjakrotara fóru hamförum utan á veggjum húsnæðis Þekkingarnets Austurlands á Egilsstöðum um síðustu helgi. Í krotinu koma fram kynþáttafordómar af svæsnasta tagi og blasir óhroðinn meðal annars við þeim útlendingum sem læra íslensku hjá Þekkingarnetinu. Þykjast menn vita hverjir voru þarna á ferð og er málið til rannsóknar hjá lögreglu.