Náttúrufræðikennsla í fljótdælskri náttúru

„Í rauninni er náttúrufræðikennsla í skólum landsins mjög lítil. Við teljum okkur vera náttúruþjóð en svo horfum við á Bretland, Skandinavía og Kanada sem eru öll miklu framar í slíku,“ segir Steingrímur Karlsson hjá Óbyggðasetrinu í Fljótsdals.

Þar hefur verið rekinn um tíma sérstakur Náttúruskóli sem er ætlað að kynna náttúruna fyrir áhugasömum í fallegri náttúru Íslands og námskeiðinni sérstaklega beint að börnum og unglingum.

Sjálfur brennur Steingrímur mjög fyrir náttúrunni eins og má glögglega vitna við heimsókn á Óbyggðasetrið og einhverjir fyrstu hlutir sem hann sjálfur gaf börnum sínum á sínum tíma var stækkunargler og kíkir.

Fræðast má nánar um Náttúruskólann í Fljótsdal í meðfylgjandi myndbandi úr seríu N4 frá Austurlandi; Að austan.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.