Skip to main content

Náttúrufræðikennsla í fljótdælskri náttúru

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 28. okt 2022 13:26Uppfært 28. okt 2022 11:26

„Í rauninni er náttúrufræðikennsla í skólum landsins mjög lítil. Við teljum okkur vera náttúruþjóð en svo horfum við á Bretland, Skandinavía og Kanada sem eru öll miklu framar í slíku,“ segir Steingrímur Karlsson hjá Óbyggðasetrinu í Fljótsdals.

Þar hefur verið rekinn um tíma sérstakur Náttúruskóli sem er ætlað að kynna náttúruna fyrir áhugasömum í fallegri náttúru Íslands og námskeiðinni sérstaklega beint að börnum og unglingum.

Sjálfur brennur Steingrímur mjög fyrir náttúrunni eins og má glögglega vitna við heimsókn á Óbyggðasetrið og einhverjir fyrstu hlutir sem hann sjálfur gaf börnum sínum á sínum tíma var stækkunargler og kíkir.

Fræðast má nánar um Náttúruskólann í Fljótsdal í meðfylgjandi myndbandi úr seríu N4 frá Austurlandi; Að austan.