Nemandi Nesskóla meðal vinningshafa í teiknisamkeppni

Tilkynnt var á dögunum um úrslit í teiknisamkeppni 9. alþjóðlega skólamjólkurdagsins. Markaðsnefnd mjólkuriðnaðarins stendur fyrir samkeppninni hér á landi. Tæplega 900 teikningar bárust frá 54 skólum í landinu. Tíu nemendur hlutu viðurkenningu og meðal þeirra er Hafþór Ingólfsson í 4. bekk Nesskóla í Neskaupstað.

132.jpg 

Menntamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, tilkynnti fyrir skömmu úrslit í teiknisamkeppni Alþjóðlega skólamjólkurdagsins, sem haldinn er hátíðlegur síðasta miðvikudag í september ár hvert. Eins og undanfarin ár barst mikill fjöldi teikninga í samkeppnina, sem

Markaðsnefnd mjólkuriðnaðarins stendur að hér á landi. Að sögn Guðnýjar Steinsdóttur, markaðsstjóra MS, bárust tæplega 900 teikningar frá 54 skólum alls staðar að af landinu. Tíu nemendum eru veittar viðurkenningar fyrir teikningar sínar að loknu vali á úrtaki mynda sem lagt er fyrir menntamálaráðherra, sem jafnframt er formaður dómnefndar. Verða verðlaunateikningarnar notaðar á veggspjöld og annað kynningarefni vegna Skólamjólkurdagsins sem fram fer næst í september. Meðal vinningshafa í ár er Hafþór Ingólfsson í Nesskóla á Neskaupstað.  Markmið keppninnar er að vekja athygli á mikilvægu hlutverki mjólkur í daglegu mataræði barna. Neysla mjólkur hefur aukist í grunnskólum á undanförnum árum, sem m.a. má rekja til mjólkurkælivéla sem víða hafa verið settar upp í skólunum.   Alþjóðlegi skólamjólkurdagurinn er haldinn að undirlagi Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna, FAO.   bw0162-024.jpgVinningshafarnir 2009:Hafþór Ingólfsson í Nesskóla á Neskaupstað, Harpa Mjöll Þórsdóttir í Húsaskóla, Ingibjörg Elísa Jónatansdóttir í Öldutúnsskóla í Hafnarfirði, Lára Sif Davíðsdóttir í Sjálandsskóla Hafnarfirði, Embla Líf Trepte Elsudóttir í Grunnskóla Bláskógabyggðar í Reykholti, Elmar Blær Arnarson í Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit, Kristín María Vilhjálmsdóttir í Fellaskóla í Reykjavík, Þórhallur Tryggvason í Ísaksskóla í Reykjavík, Sveinbjörg D. Steinþórsdóttir í Fellaskóla í Reykjavík og Valgerður Pétursdóttir í Síðuskóla á Akureyri. Hver verðlaunahafanna fær 25 þúsund krónur, sem renna óskiptar í bekkjarsjóð viðkomandi. Vinningsteikningarnar verða senn aðgengilegar á vefslóðinni www.ms.is

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar