Skip to main content

Neskaupstaður fyrir rúmri hálfri öld

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 13. júl 2021 15:42Uppfært 13. júl 2021 15:42

Nýverið birtist á vefsíðu Kvikmyndasafns Íslands, islandafilmu.is, um fimmtíu ára gömul kvikmynd frá Neskaupstað.


Forsaga þess að kvikmyndin var gerð er sú að á sjöunda áratugnum keypti Norðfjarðarbær kvikmyndatökuvél með það fyrir augum að taka upp heimildamynd um bæinn. Jóhann Zoega sá um kvikmyndatöku, sennilega að öllu leyti.

Kvikmyndin spannar nokkur ár og eru í henni klippt saman bæði mannlífsmyndir sem og myndir af náttúru í og við Neskaupstað.

Kvikmyndin var lengi vel í varðveislu Héraðsskjalasafns Neskaupstaðar en er nú varðveitt í Kvikmyndasafni Íslands þar sem hún var skönnuð fyrr á þessu á lagfærð áður en hún var sett inn á vef safnsins.

Horfa má á kvikmyndina með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.

https://filmcentralen.dk/museum/island-paa-film/film/neskaupstadur