Neskaupstaður fyrir rúmri hálfri öld

Nýverið birtist á vefsíðu Kvikmyndasafns Íslands, islandafilmu.is, um fimmtíu ára gömul kvikmynd frá Neskaupstað.


Forsaga þess að kvikmyndin var gerð er sú að á sjöunda áratugnum keypti Norðfjarðarbær kvikmyndatökuvél með það fyrir augum að taka upp heimildamynd um bæinn. Jóhann Zoega sá um kvikmyndatöku, sennilega að öllu leyti.

Kvikmyndin spannar nokkur ár og eru í henni klippt saman bæði mannlífsmyndir sem og myndir af náttúru í og við Neskaupstað.

Kvikmyndin var lengi vel í varðveislu Héraðsskjalasafns Neskaupstaðar en er nú varðveitt í Kvikmyndasafni Íslands þar sem hún var skönnuð fyrr á þessu á lagfærð áður en hún var sett inn á vef safnsins.

Horfa má á kvikmyndina með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.

https://filmcentralen.dk/museum/island-paa-film/film/neskaupstadur

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.