Skip to main content

Nesskóli þátttakandi í Grænum frumkvöðlum framtíðar

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 26. apr 2022 14:21Uppfært 27. apr 2022 09:29

Nesskóli í Neskaupstað er meðal þriggja þátttökuskóla í verkefninu Grænir frumkvöðlar framtíðar sem lýkur í þessari viku.


Verkefnið hófst í þremur skólum í september og er ljúka í Nesskóla þessa vikuna með tveggja daga nýsköpunarkeppni.

Frá Nesskóla taka þátt 24 nemendur í áttunda bekk undir handleiðslu Viktoríu Gilsdóttur. Síðan í haust hafa þeir fengið fræðslu um meðal annars loftslagsbreytingar, sjálfbærni og nýsköpun.

Í lokaáfanganum, í dag og á morgun, vinna nemendur saman í hópum við að leysa áskorun sem snýr að umhverfis- og loftslagsmálum sem komið hefur upp í heimsóknum þeirra til sjávarútvegsfyrirtækja í Fjarðabyggð.

Nemendurnir búa til einhvers konar frumgerð, meðal annars í samstarfi við FabLag Austurland þar sem Móses Helgi Halldórsson leiðbeinir. Allt efni verkefnisins verður gert aðgengilegt eftir að því lýkur.

Auk Nesskóla taka nemendur úr Árskóla og Grunnskóla Bolungarvíkur þátt í verkefninu. Landskeppni verður milli þeirra í maí og úrslit úr henni tilkynnt 20. maí í tengslum við Nýsköpunarviku.

Grænir frumkvöðlar framtíðar er fræðsluverkefni ætlað fyrir efstu bekki grunnskóla. Markmiðið er að fræða nemendur um áhrif loftslagsbreytinga á hafið og lífríki þess, sjálfbærni og nýsköpun á nýstárlegan og skemmtilegan hátt. Verkefnið er styrkt af Loftslagssjóði og er verkefnastjórn í höndum Matís. Aðrir þátttakendur eru skólarnir þrír, FabLab smiðjur á hverjum stað, Cambridge University, Climate-KIC og Djúpið Frumkvöðlasetur.

Úr frumkvöðlatíma í Nesskóla. Mynd: Aðsend