Nýir íbúar boðnir velkomnir

Í vikunni boðaði móttökufulltrúi nýrra íbúa til fundar á Stöðvarfirði. Á fundinn mættu embættismenn Fjarðabyggðar, fulltrúar frá Krabbameinsfélagi Austurlands og Þekkingarnetinu og fjöldinn allur af Stöðfirðingum. 

fjarabyggarlg.jpg

Auk þess að kynna þjónustu Fjarðabyggðar var kynnt framboð á sviði afþreyingar á Stöðvarfirði. Í boði eru jóganámskeið, kórastarf, grafík- og myndlistarnámskeið, silfursmíði og fólki verður boðið að smíða í smíðastofu grunnskólans. Rauði krossinn er með öflugt starf og er með vikulega prjónafundi og verslun með notuð föt og handavinnu sem er opin á laugardögum frá 14:00 – 16:00. Vetrarstarf eldri borgara verður tvisvar í viku og ungmennafélagið Súlan sér um íþróttir fyrir krakkana og rekur líkmasræktarstöð í íþróttahúsinu. Frá þessu greinir á fréttavef Fjarðabyggðar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar