Nýjar sýningar í Skaftfelli

Tvær nýjar sýningar opna í Skaftfelli - miðstöð myndlistar á Austurlandi á laugardag.

Sýning Ólafs Þórðarsonar, Hagræðingar / Rearrangements, opnar kl. 16:00 á Vesturveggnum og sýning Aðalsteins, Myndverk úr steinum úr náttúru Íslands kl.  16:30 í Bókabúðinni.

skaftfell.jpg

Ólafur Þórðarson sýna einfalt verk sem samanstendur af skúlptúr og myndbandi. Myndbandsverkið er titlað “hagræðingar”, það er nálgun á hvernig við menn umbreytum og hagræðum. Í myndbandinu er tekist á með samspili náttúru og mannsins. Vatnsföll birtast og endurfæðast, kynntur er manngerður grjótfoss í tímabundnum brútalisma þess sem kemur hlutum í verk.

  

Í myndbandinu er fljótandi skúlptúr sem titlast Gríman. Hún er holdgervingur þess sem unnið er í heimi vökvans. Hún er efnisbirting hagræðingar efnisins, andlit þess sem er dautt fyrir og eftir fæðingu, fyrirboði, lík, vættur. Tákn þeirra framfara sem eru fyrirfram dæmdar, áður en þær öðlast líf eða merkingu í hverfulum heimi tímabundinnar tjáningar.

 

Ólafur býr og starfar í New York, hann er með meistaragráðu í arkitektúr frá Columbia háskóla. Hann hefur verið prófdómari í 7 þekktum háskólum á New York svæðinu og kenndi til margra ára við hinn virta Rhode Island School of Design listaháskóla. Hann hefur unnið með ýmsum listamönnum, þ.á.m. gert hljóðskúlptúra með Skúla Sverrissyni, verið hönnuður með Ítalanum Gaetano Pesce og skapað stórann fljótandi skúlptúr fyrir Landsvirkjun. Utan sýningakatalóga hafa komið út tvær bækur um verk Ólafs. Verk hans hafa m.a. verið sýnd í söfnum víðs vegar um Evrópu og í Bandaríkjunum.

  

www.thordarson.com

   

Aðalsteinn er fæddur 1931 á Akureyri. Hann sýnir myndverk úr steinum úr náttúru Íslands.

   

Allir eru boðnir hjartanlega velkomnir á sýningarnar.

  

Sýningin á Vesturveggnum er opin föstudaga til sunnudaga frá 12:00 - 22:00. Sýningin í Bókabúðinni er í gluggunum og því opin allan sólarhringinn.

-

Mynd: Hagræðingar/Ólafur Þórðarson

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.