Orkumálinn 2024

Nóg af birkifræjum á Austurlandi

Mikið er af birkifræjum á Norður- og Austurlandi þetta haustið. Landsátak til söfnunar fræja stendur nú yfir í kappi við haustið.

„Það er mikið af fræi á Austurlandi, þar er hægt að fylla heilu sekkina á stuttum tíma,“ segir Kristinn Þorsteinsson, verkefnisstjóri söfnunarinnar.

Íslensk stjórnvöld hafa sett markmið um að birki þeki 5% lands í stað 1,5% í dag. Í það þarf töluvert magn af fræjum. Í einum lítra eru um 90 þúsund fræ en ekki öll fræ sem fara í jörðu verða að trjám.

Kristinn segir að þrátt fyrir mikið hvassviðri á Austurlandi fyrir tveimur vikum eigi enn að vera nóg eftir af fræi. Möguleikarnir á að safna því minnki vissulega með hverri haustlægðinni en fræin geta þó staðið ýmislegt af sér. „Árið 2020 hékk fræið á trjánum fram undir jól þótt það hafi komið hver hvellurinn á fætur öðrum.“

Birkið geymir fræ sín í rekli sem hægt er að slíta af í heilu lagi eða draga fræin af. Gott er að setja fræin í poka, þó alls ekki plastpoka þar geta þau myglað. Þegar heim er komið þarf annað hvort að breiða fræin út til þurrkunar í 7-10 daga vilji fólk gróðursetja sjálft í vor eða koma þeim á söfnunarstaði átaksins sem eru verslanir Bónuss, bensínstöðvar Olís eða starfsstöðvar Skógræktarinnar. Tekið verður á móti fræjum að minnsta kosti út þennan mánuð eða eins lengi og þau haldast á trjánum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.