Skip to main content

Norðurljós yfir Djúpavogi vekja alþjóðaathygli

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 12. apr 2022 13:15Uppfært 12. apr 2022 13:25

Myndskeið ástralsks ljósmyndara af norðurljósum yfir nágrenni Djúpavogs fer nú víða um heim á alþjóðlegum fréttamiðlum og samfélagsmiðlum.


Myndskeiðið er tekið af Jarrod Andrews, 36 ára gömlum Ástrala sem í febrúar og mars ferðaðist um Ísland til að uppfylla þrá sína um að sjá norðurljósin. Honum varð að ósk sinni á fleiri stöðum en hann var sérlega lánsamur með ljós yfir Djúpavogi.

Sjálfur skrifar Jarrod að hann hafi ekki ætlað sér að staldra við á Djúpavogi, en á leið sinni á Mývatn hafi hann keyrt inn í litla vík þar sem píramídalagað fjall gnæfði yfir. Hann hafi ákveðið að stoppa og bíða kvöldsins. Það olli honum sannarlega ekki vonbrigðum þar sem hann fékk ein bestu norðurljósin í ferðinni.

Myndband Jarrods hefur farið víða á samfélagsmiðlum og hlotið umfjöllun í meðal annars áströlskum, kínverskum og suður-amerískum fréttamiðlum.