Norröna lýkur haustáætlun
Norræna fer frá Seyðisfirði í kvöld og lýkur þar með haustáætlun. Nú tekur við vetraráætlun þar sem mun minna verður um farþega og ökutæki og mest af frakt. Jafnframt liggur þá niðri þjónusta við farþega á leggnum milli Seyðisfjarðar og Færeyja. Skipið siglir vikulega í vetur nema illviðri hamli för þess. Vetraráætlunin gerir ráð fyrir því í höfn á Seyðisfirði kl. 09 á þriðjudögum og brottför kl. 20 á miðvikudögum.