Á dögunum stofnaði bókaforlagið Uppheimar nýjan bókaklúbb á Netinu, Undirheima. Klúbburinn, sem er án nokkurra skuldbindinga, býður upp á norrænar glæpasögur í hæsta gæðaflokki á hagstæðum kjörum.
Um þessar mundir og á næstu vikum koma út eftirtaldar bækur hjá Undirheimum: Land tækifæranna eftir Ævar Örn Jósepsson, Þar sem sólin skín eftir Lizu Marklund, Rauðbrystingur eftir Jo Nesbø, Óheillakrákan eftir Camillu Läckberg og Kallaðu mig prinsessu eftir Söru Blædel.
Sú nýbreytni fylgir Undirheimum, að þar býðst fólki að kaupa væntanlegar bækur í forsölu á tilboðsverði, allt að tveimur vikum áður en þær fara í almenna sölu í verslunum, og fá bækurnar sendar heim sér að kostnaðarlausu. Ennfremur bjóða Undirheimar áður útgefnar glæpasögur sinna höfunda til sölu á hagstæðu verði.Bækur eftir Nesbø og Blædel eru nú að koma út í fyrsta sinn á íslensku, en bæði njóta þau gífurlegra vinsælda í heimalöndum sínum, Noregi og Danmörku, auk þess sem bækur þeirra eru gefnar út víða um heim. Þess má geta að Nesbø og Blædel eru bæði væntanleg til Íslands nú í maí.Bækur Ævars Arnar, Marklund og Läckberg hafa notið mikilla og vaxandi vinsælda undanfarin ár og fengið afar lofsamlega dóma.Allar bækur Undirheima eru kiljur. Veffang Undirheima er www.undirheimar.is.
Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.