Nýr forstöðumaður bókasafnsins í Neskaupstað

Nýr forstöðumaður bókasafnsins í Neskaupstað, Óskar Þór Þráinsson, hefur hafið störf. Óskar Þór er nýfluttur á Norðfjörð og mun sjá um rekstur almenningsbókasafnsins í Neskaupstað og Skólabókasafns Nesskóla. Óskar Þór er bókasafns- og upplýsingafræðingur og hefur starfað á sviði skjalastjórnunar og upplýsingaþjónustu undanfarið ár en hefur mikla reynslu og þekkingu á bókmenntum, þjónustu, rafrænum miðlum og upplýsingatækni. Óskar Þór býður bæjarbúa og sveitamenn á öllum aldri velkomna á bókasafnið og kallar eftir óskum og hugmyndum, nú eða bara spjalli yfir kaffibolla.

skar_r_rinsson_bkasafn.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.