Nítjánda bók Vilhjálms um Brekku og Dali í Mjóafirði

Vilhjálmur Hjálmarsson frá Brekku í Mjóafirði gaf á dögunum út sína 19. bók; Bændatal og byggðaröskun. Vilhjálmur ritar í bókinni um sögu sinnar heimasveitar. Hann tekur saman bændatöl tveggja jarða í Mjóafirði; Brekku og Dala, í þrjúhundruð ár eða allt frá 1700. Saman við fléttast sú byggðaröskun sem orðið hefur og gerbreytt ásýnd fjarðarins.

mjoifjordur.jpg

Vilhjálmur ritar helming bókarinnar, en hinn helmingurinn er eftir Sigurð Helgason frá Grund í Mjóafirði. Eru það æviágrip frá 1700 til 1900, en þá tók Vilhjálmur við og ritar æviágrip fram til 2000. Á Grund voru alls 6 hjáleigur þó aldrei hafi þær allar verið byggðar samtímis. Brekku fylgir Brekkuþorpið, þar sem um tíma var um 100 manna byggð. Þar voru 6 svokölluð grasbýli, verslun, kirkja og skóli.

Vilhjálmur vinnur nú að riti sem hefur að geyma ýmsa þætti sem hann hefur skrifað eftir aldamótin síðustu og fjalla um fjölbreytileg efni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.