Nýtt lag Einars Ágústs þakkaróður til kvenna

Norðfirski tónlistarmaðurinn Einar Ágúst sendi á föstudag frá sér nýtt lag sem er þakkaróður til móður hans, barnsmæðra og fleiri kvenna. Höfundur lagsins hefur meðal annar samið sigurlag í Evrópusöngvakeppninni.

Lagið kom út á föstudag á fæðingardegi elsta barns Einars Ágústs og heitir „Þakka þér.“

„Þetta er lag til móður minnar og barnsmæðra. Lagið mætti svo tileinka öllum konum sem eru að stíga inn í ljósið og nýja tíma úr aldagamalli heimsmynd eitraðrar karlmennsku,“ segir Einar Ágúst.

Lagið sjálft er eftir John Gordon, danskan lagahöfund. Einar Ágúst hefur áður unnið lag með honum, „Hvað er að lokum?“ sem hann söng með Stefáni Hilmarssyni árið 2007. Texti nýja lagsins eftir Einar Ágúst.

John þessi er lagahöfundur að atvinnu og hefur unnið með tónlistarfólki víða um heim. Hápunkturinn á ferli hans er þó trúlega lagið Satellite sem vann Evrópusöngvakeppnina árið 2010 í flutningi hinnar þýski Lenu.

Upptöku á laginu stjórnaði Vignir Snær Vigfússon, löngum kenndur við Írafár. Gunnar Leó Pálsson trommar, Baldur Kristjánsson spilar á bassa og Helgi Reynir Jónsson á hljómborð og gítara.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.