Nýtt stuðningsmannalag Fjarðabyggðar
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 19. júl 2021 10:41 • Uppfært 19. júl 2021 10:46
Nýtt stuðningsmannalag Fjarðabyggðar var frumflutt um helgina og er nú komið á Spotify.
Lag og texta gerir Siggi Þorbergs sem syngur einnig lagið ásamt þeim Andra Bergmann, Guðmundi Rafnkeli Gíslasyni og Jóhönnu Seljan.
Hljómsveitin sem leikur inn á lagið er svo skipuð: Jón Hilmar Kárason gítar, Heimir Andri Atlason gítar, Baldur Jónsson bassi, Hinrik Þór Einarsson trommur og Sturla Már Helgason hljómborð en hann sá einnig um upptökustjórn, hljóðblöndun og útsetningu.
Þá syngja nemendur úr grunnskólanum á Eskifirði kórsöng í laginu.
Hægt er að hlusta á lagið í gegnum Spotify með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.