Nýtt stuðningsmannalag Fjarðabyggðar

Nýtt stuðningsmannalag Fjarðabyggðar var frumflutt um helgina og er nú komið á Spotify.

Lag og texta gerir Siggi Þorbergs sem syngur einnig lagið ásamt þeim Andra Bergmann, Guðmundi Rafnkeli Gíslasyni og Jóhönnu Seljan.


Hljómsveitin sem leikur inn á lagið er svo skipuð: Jón Hilmar Kárason gítar, Heimir Andri Atlason gítar, Baldur Jónsson bassi, Hinrik Þór Einarsson trommur og Sturla Már Helgason hljómborð en hann sá einnig um upptökustjórn, hljóðblöndun og útsetningu.


Þá syngja nemendur úr grunnskólanum á Eskifirði kórsöng í laginu.


Hægt er að hlusta á lagið í gegnum Spotify með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.

 

https://open.spotify.com/track/4SVJUsuMRS84PSOKqObBob?fbclid=IwAR2qedxrpucRmc86bsI5Dys07n-AyO_wRSfMmusYnBXHY05Sx5hpGCo6Xrk

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.