Olewusardagur í Seyðisfjarðarskóla: Myndir

olw_dag_13_web.jpgSíðastliðinn fimmtudag var Olweusardagur í Seyðisfjarðarskóla. Olweusardagur þýðir að eingöngu var verið að fjalla um einelti í skólanum þann dag.

 

Settar voru upp mismunandi smiðjur sem nemendur skráðu sig í og unnu með ýmis verkefni. Í boði voru: listasmiðja, viðtals-og bæklingasmiðja, tónlistarsmiðja, myndbandssmiðja og skiltasmiðja. Bæjarbúum var boðið að koma og fylgjast með og taka þátt.

Í skólanum má eftir daginn finna svokallað móðurtré (hamingjutré) Olweusardagsins en stofnunum og fyrirtækjum í bænum voru færðir táknrænir afleggjarar af því.

olw_dag_23_web.jpgolw_dag_10_web.jpgolw_dag_20_web.jpgolw_dag_29_web.jpgolw_dag_27_web.jpgolw_dag_19_web.jpgolw_dag_7_web.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar