Opnar í Breiðdalsá 1. maí

Opnað verður á veiðisvæðum Veiðiþjónustunnar Strengja í Breiðdalsá 1. maí næstkomandi. Um er að ræða silungasvæði og er bleikjan mætt í ósinn. Sást hún vaka þar á laugardag.  Töluverður snjór er í fjöllum og lítur vel út með vatnsbúskap í Breiðdal fyrir sumarið. Þröstur Elliðason hjá Veiðiþjónustunni Strengjum segir að gengið hafi fremur treglega í Minnivallalæk í apríl fyrir utan að eitt holl fékk 12 fiska. Hann segir nokkuð laust af leyfum ennþá hér og hvar í þeim ám sem Strengir hafa á sinni könnu, en mikið sé spurt um lausa daga nú þegar vorfiðringur er komin í veiðimenn.

bleikjuveii.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.