Þorrablót í Kverkfjöllum
Um síðustu helgi hélt jeppaklúbburinn 4x4 á Austurlandi árlegt þorrablót sitt í Sigurðarskála í Kverkfjöllum.
Þetta er í áttunda sinn sem jeppaklúbburinn heldur árlegt þorrablót sitt inni í Sigurðarskála í Kverkfjöllum. Ferðin inneftir nú, gekk frekar hægt, færið var þungt vegna snjókomu seinustu viku og þyngdist eftir því sem innar dró.
Engar stórbilanir komu fram í jeppunum sem allir eru mikið breyttir fjallabílar. Einhverjar festur eins og gengur, helst við að fara yfir Kverká sem er lítið ísilögð. Að sögn gesta gekk blótið vel og voru allir ánægðir með það. 20 jeppar voru saman komnir í þessari þorrablótsferð og 45 manns mættu blótið sem enn er kallað þorrablót þá aðeins hafi verið komið fram á Góu
þegar það var haldið.
Fréttir og fleiri myndir af blótinu er að finna á slóðinni http://www.123.is/f4x4aust