Óvenjulegur kosningafundur
Kosningabaráttan er nú á lokametrunum og keppast nú frambjóðendur við að kynna málefni sín fyrir kosningarnar. Jakob Frímann Magnússon, oddviti Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi og Stuðmaður, ætlar að nýta sér tónlistina og halda í stutta tónleikaferð um Austfirði næstu tvo daga.
Jakob Frímann er mögulega fyrsti oddviti framboðs í Norðausturkjördæmi sem heldur tónleikaröð í kosningabaráttu fyrir Alþingiskosningar. „Þetta er lítill tónleikatúr sem ég kalla Spilað, spjallað, spunnið og spurt: umhverfis flygilinn í 80 mínútur,“ segir Jakob Frímann og lýsir viðburðinum sem sambland af kosningafundi og tónleikum. „Við byrjum í A og setjum um leið þau málefni sem eiga að vera í A-flokki fyrir kosningar.“ Hann segir að á tónleikunum fari fram lagasmíði en þó af öðrum toga en sú sem á sér stað við Austurvöll og hann sækist eftir að sinna á næsta kjörtímabili.
Hinn stutti tónleikatúr hefst í dag á Hildibrand í Neskaupstað klukkan 17:30 og Tónlistarmiðstöð Austurlands á Eskifirði klukkan 20:00. Á morgun heldur Jakob á Fáskrúðsfirði og Egilsstöðum