Póker í Egilsbúð um helgina
Hartnær þrjátíu manns hafa skráð sig í pókermót sem hefst í Egilsbúð í dag. Enginn getur tekið þátt í slíku móti nema vera orðinn átján ára gamall og samkvæmt lögum má þriðji aðili ekki hagnast á pókerspili svo þátttökugjald, 3.500 kr., rennur óskipt í verðlaunasjóð sem skipt verður á milli fimm stigahæstu spilara. Mótið stendur fram á sunnudag, en þá verður spilað til úrslita.