Raggi Bjarna ógleymanlegur
Jazzhátíð Egilsstaða á Austurlandi var haldin í 25. skipti síðastliðna helgi. Þar mátti sjá marga fremstu tónlistarmenn landsins ásamt heimamönnum leika undraverða tónlist.
Fjölbreytt tónlist ómaði um allt Austurland á meðan á Jazzhátíðinni stóð. Hot Eskimos riðu fyrstir á vaðið og spiluðu í Bláu kirkjunni á Seyðisfirði síðastliðinn miðvikudag. Fast á hæla þeim fylgdu strákrnir í GP!Band með sannkallaða gítarveislu á fimmtudaginn í Blúskjallara BRJÁN á Neskaupstað. Á föstudaginn færðist veislan upp í Valaskjálf, og lauk þar á laugardaginn. Sálgæslan með Andreu Gylfadóttur í fararbroddi flutti prógram sitt á föstudaginn.
Á laugardaginn lokaði enginn annar en Raggi Bjarna jazzveislunni með ógleymanlegum tónleikum. Kvöldið byrjaði á upphitun ungra tónlistarmanna á Austurlandi, en svo var Raggi næstur. Honum tókst að hrífa alla á sitt band, og var eins og tíminn stöðvaðist um stund.