Rannsókn verði hraðað
Bæjarráð Fjarðabyggðar leggur áherslu á mikilvægi þess að rannsókn á máli yfirlæknis Heilsugæslu Fjarðabyggðar verði hraðað sem kostur er. Heilbrigðisstofnun Austurlands hefur sent mál hans til skoðunar hjá ríkissaksóknara. Framkvæmdastjóri lækninga og forstöðumaður mannauðsmála hjá HSA sátu fund bæjarráðs 24. mars, þar sem farið var yfir þessi mál.
Þeir greindu frá því að búið væri að tryggja mönnun læknisstarfa í Fjarðabyggð fram á haust. Á fundinum var jafnframt fjallað um skólahjúkrun og manneklu vegna ráðninga í störf hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra þrátt fyrir reglulegar auglýsingar.