Rödd sem erfitt verður að sniðganga
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 18. jan 2010 13:30 • Uppfært 08. jan 2016 19:21
Um sjötíu manns mættu á stofnfund Íbúasamtaka Eskifjarðar sem haldinn var á fimmtudagskvöld. Einn af stofnendum samtakanna segir að þar með sé orðin til rödd sem erfitt sé að sniðganga.
„Það hafa margir séð nauðsyn þess að slík samtök væru til á Eskifirði sem margir heimamanna vilja meina að hafi orðið undir við sameiningu byggðakjarnanna sem mynda Fjarðabyggð. Nú eigum við íbúarnir vettvang sem ekki verður auðvelt fyrir yfirvöld að sniðganga þegar ákvarðanir eru teknar sem snerta okkar nærumhverfi,“ segir Hilmar Sigurjónsson, skólastjóri á Eskifirði, sem var einn þeirra sem höfðu frumkvæðið að stofnun samtakanna og stýrði stofnfundinum.Tilgangur samtakanna er að „vinna að framfara- og hagsmunamálum íbúa Eskifjarðar og stuðla að samhug og samstarfi íbúanna.“ Fimm mana stjórn var kjörin á fundinum en hana skipa: Daníel Arason, Petra Vignisdóttir, Þórlindur Magnússon, Guðrún Gunnlaugsdóttir og Grétar Rögnvarsson.