Rögnvaldur refaskytta: Skaut ref á nærbuxunum

Rögnvaldur Ragnarsson, bóndi á Hrafnabjörgum í Jökulsárhlíð, skaut ref af pallinum heima hjá sér á þriðjudagsmorgun.

 

Image Rögnvaldur veiddi sex yrðlinga og læðu á boga í lok júní. Hann hélt eftir einum yrðlingnum í búri í fjárhúsunum. Hann gaggaði á næturnar og kallaði á refinn. Refurinn virðist hafa heyrt gaggið í margra kílómetra fjarlægð því á þriðjudagsmorgunn sá Rögnvaldur hann fyrir utan gluggann hjá sér þegar hann var að drekka morgunkaffið.

„Ég sat við eldhúsborðið á nærbuxunum og þar sé ég hvar refurinn er kominn að spjalla við hvolpinn. Ég rauk niður og setti í haglabyssuna. Þá sé ég hvar hann kemur fyrir framan húsið. Ég plamma á hann af um 35 metra færi og hann steinliggur.“

Rögnvaldur segir þetta hafa verið eina grenið sem hann upprætti í vor en það var beint upp af bænum. Sjaldgæft er að refir veiðist svo nærri mannabústöðum og menn eru ekki vanir að sjá þá í nánd við hús sín.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.