Rithöfundalestin 2020: Fjallakúnstner segir frá
Á árinu kom út í þriðja sinn samtalsbók Pjeturs Hafsteins Lárussonar við Stefán Jónsson úr Möðrudal, „Fjallakúnstner segir frá."Bókin leit fyrst dagsins ljós árið 1980 en var endurútgefin 2009 og aftur nú.
Stefán var á síðustu öld einn merkasti fulltrúi íslenskrar alþýðumenningar. Umhverfið og lífið á uppeldisslóðum hans í Möðrudal á Fjöllum spiluðu mikinn þátt í listsköpun hans, þótt hann byggi lengi í Reykjavík. Þar setti hann svip sinn á borgarlífið.
Rithöfundalestin 2020 er samstarfsverkefni Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri, menningarmálanefndar Vopnafjarðarhrepps, Skaftfells menningarmiðstöðvar á Seyðisfirði, Menningarstofu Fjarðabyggðar, menningarmálanefndar Djúpavogs og Austurfréttar/Austurgluggans.