Rithöfundalestin 2020: Í ríki Skrúðsbóndans eftir Jón Karl Úlfarsson

Bókin „Í ríki Skrúðsbóndans“ er meðal þeirra bóka sem koma út á Austurlandi fyrir þessi jól. Í bókinni er að finna minningar Jóns Karls Úlfarssonar útvegsbónda um sjómennsku og fiskverkun á Fáskrúðsfirði.

Það eru afkomendur Jóns Karls sem gefa bókina út en Jón Karl lést síðasta sumar. Bókin skiptist í tvennt. Annars vegar hafa afkomendurnir skrifað um menninguna í Fáskrúðsfjarðarhreppi á ævi Jóns Karls.

Seinni hluti bókarinnar, sem er þungamiðja hennar, eru frásagnir Jóns Karls á sjómennsku og fiskverkun á Fáskrúðsfirði, en hann vildi miðla þekkingu sinni áfram til komandi kynslóða. Inn í það fléttast síðan lýsingar á mannlífi, náttúru og staðháttum svæðisins.

„Afi hafði lengstu reynslu á sjó sem ég veit um, hann var á sjó í 80 ár. Hann lærði handbrögðin sem ungur drengur af pabba sínum og fleirum á Vattarnesi. Sýn hans á hvernig nálgast á miðin í kringum Skrúð og Fáskrúðsfjörð almennt er einstök,“ segir Jón Karl Stefánsson, sem ritstýrt hefur bókinni.

Rithöfundalestin hefur verið árviss viðburður á Austurlandi þar sem landsþekktir rithöfundar, í bland við austfirska höfunda, hafa lesið upp úr nýútkomnum verkum sínum. Rithöfundalestin 2020 er samstarfsverkefni Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri, menningarmálanefndar Vopnafjarðarhrepps, Skaftfells menningarmiðstöðvar á Seyðisfirði, Menningarstofu Fjarðabyggðar, menningarmálanefndar Djúpavogs og Austurfréttar/Austurgluggans.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.