Ritlistarnámskeið á Egilsstöðum
Björg Árnadóttir, rithöfundur og ritlistarkennari, stendur fyrir námskeiði sem kennt er við Hetjuferðina í Egilsstaðaskóla um næstu helgi.Hetjuferðin er gamalkunnugt stílbragð úr sagnalist, sem Björg segir í auknu mæli notað til sjálfsskoðunar. Hetjan heyrir kall til breytinga í sínu umhverfi en til að hlýða því þarf hún að yfirstíga innri og ytri hindranir.
Það gerir hún með að stíga inn í óþekktan heim ævintýris þar sem ævintýri, verkefni og eldskírnir bíða. Hetjan umbreytist í þessu ferli og snýr aftur til síns heima með aðferðir til sátta sem gagnast samfélagi hennar.
Bæði útgefnir höfundar sem skúffuskáld hafa sótt námskeiðin. Námskeiðið sem Björg byggir meðal annars á 40 ára kennslureynslu er 16 tímar og stendur frá föstudegi til sunnudags.