Árnar skiluðu vænum fiskum og mörgum
Þröstur Elliðason hjá Veiðiþjónustunni Strengjum segir nú lokatölur í veiði komnar í hús og ekki annað hægt en að vera ánægður með veiðisumarið. Til dæmis veiddust 319 laxar úr Jöklu, sem er mikil aukning frá fyrra ári.
Á vef Strengja er yfirlit yfir aflann úr helstu ánum:
Hrútafjarðará endaði í glæsilegu nýju meti eða 642 löxum og það þrátt fyrir að köflum væri lítið vatn til vandræða en það sýnir hvað mikið af laxi var í ánni. Fyrra met var árið 2004 en þá veiddust 631 lax svo ekki munar þar miklu á milli reyndar. Megnið smálax en þó reytingur af stórlaxi með, þar af tveir stærstu sem náðu 20 pundum, annar 21 pund og 102 cm hængur úr Bálk 31. ágúst og hinn 20 punda úr Dumbafljóti 28. ágúst. Báðum sleppt eftir mælingar og hafa eflaust lagt sinn skerf í að auka kyn sitt á þessum haustdögum. Bleikjuveiðin var döpur, reyndar var oft svo mikið af laxi í Dumbafljótinu að bleikjan hefur kannski ekki alltaf komist að flugunni þar!
Breiðdalsá náði 782 löxum á móti 910 í fyrra og var veiðin frekar endasleppt í lokin, lítið vatn og bjart, en oft hefur hún verið mjög góð síðustu vikurnar. En samt gott sumar og í meðalveiði miðað við sl fimm ár. Og frábær stórlaxaveiði eins og undanfarin ár
Jöklusvæðið gaf nú 319 laxa en laxveiðin var 184 laxar sumarið 2008, mikið stökk enda fiskræktin að komast á flug þar og ekki síður að silungsveiðin var í góðu lagi, sérstaklega í Fögruhlíðarósinn snemmsumars og einnig stórbleikjur sem ganga í Kaldá er líður á sumarið. Um 350 silungar eru bókaðir og þar af er eitthvað af urriða og sjóbirtingi.Mikið var um smálaxahænga og lofar það góðu með göngur tveggja ára hrygna úr sjó næsta sumar á svæðið.
Laxá í Nesjum með sínar tvær stangir gaf 111 laxa, minna en 2008 en þó er það nálægt meðalveiði árinnar. Nokkuð var um væna laxa en engin náði þó 20 pundum þar þetta árið. Einnig veiddust 36 silungar, aðallega sjóbirtingar.
Jöklusvæðið gaf nú 319 laxa en laxveiðin var 184 laxar sumarið 2008, mikið stökk enda fiskræktin að komast á flug þar og ekki síður að silungsveiðin var í góðu lagi, sérstaklega í Fögruhlíðarósinn snemmsumars og einnig stórbleikjur sem ganga í Kaldá er líður á sumarið. Um 350 silungar eru bókaðir og þar af er eitthvað af urriða og sjóbirtingi.Mikið var um smálaxahænga og lofar það góðu með göngur tveggja ára hrygna úr sjó næsta sumar á svæðið.
Laxá í Nesjum með sínar tvær stangir gaf 111 laxa, minna en 2008 en þó er það nálægt meðalveiði árinnar. Nokkuð var um væna laxa en engin náði þó 20 pundum þar þetta árið. Einnig veiddust 36 silungar, aðallega sjóbirtingar.