Örnefni um landið
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Menningarráð Austurlands, Þekkingarnet Austurlands og Hofverjar gangast fyrir fundi um örnefni og örnefnasöfnun á Austurlandi í dag, fimmtudag, kl. 17-19 í Kaupvangi á Vopnafirði.
Á fundinum mun Svavar Sigmundsson stofustjóri Örnefnasafns stofnunarinnar m.a. fjalla um mikilvægi örnefnasöfnunar, til hvers örnefnum hefur verið safnað, hver hefur haft örnefnasöfnun á hendi til þessa og hvernig staðið hefur verið að söfnun. Þá fer hann yfir stöðu þessara mála á Austurlandi. Svavar ræðir síðan um hvernig hægt er að koma örnefnum á framfæri við almenning og reynir að svara því hvernig eigi að varðveita örnefni sem best til framtíðar í heimi mikilla breytinga á atvinnuháttum og hugsunarhætti í þjóðfélaginu og hver eigi að kosta þá varðveislu. Fyrirspurnir og umræður að loknu erindi.
Ókeypis er á fundinn. Allir velkomnir.
Hofverjar
Menningarráð Austurlands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þekkingarnet Austurlands