Þrír klassískir Austfirðingar
Gítarleikarinn Svanur Vilbergsson, söngkonan Erla Dóra Vogler og flautuleikarinn Hildur Þórðardóttir halda þrenna tónleika á Austurlandi fyrir páskana á Stöðvarfirði, Norðfirði og Egilsstöðum. Efnisskráin samanstendur af blandaðri tónlist fyrir gítar, söng og þverflautu en áhersla er lögð á hljómfagra spænska tónlist.
Tónleikarnir verða sem hér segir:
Þriðjudaginn 3. apríl, kl. 20:00 - Frystihúsinu, Stöðvarfirði
Miðvikudaginn 4. apríl, kl. 20:00 - Safnaðarheimili Norðfjarðarkirkju, Neskaupstað
Föstudaginn 6. apríl, kl. 17:00 - Sláturhúsinu, Egilsstöðum
Miðaverð er 1.500 kr. Frítt fyrir 12 ára og yngri sem og nemendur við tónlistarskóla á Austurlandi.