Safna fyrir húseigandann sem missti allt sitt í brunanum

Söfnun hefur verið hrundið af stað til styrktar Ívari Andréssyni sem var til heimilis að Hafnargötu 46 á Seyðisfirði. Húsið gereyðilagðist í eldi fyrir tæpum tveimur vikum og Ívar missti allar eigur sínar.

„Það kostar alltaf að koma sér af stað aftur eftir svona, þótt það séu ekki nema fötin,“ segir Halldóra Andrésdóttir, systir Ívars sem hratt söfnuninni af stað.

Húsið hafði verið mannlaust í rúman sólarhring þegar eldurinn kom upp. Ívar var úti á sjó þegar eldurinn kom upp og slapp því ómeiddur.

Hann glataði hins vegar allri búslóð sinni, húsgögnum, heimilistækjum og persónulegum munum í eldinum. Innbúið mun hafa verið ótryggt.

Stofnaður hefur verið reikningur í Landsbankanum númer: 0175-05-010074 á kennitölu 190175-4489 til styrktar Ívari.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar