Sauðburður fram á haust

Bændur á Hlíðarenda í Norðurdal í Breiðdal urðu nokkuð hissa þegar þeir voru að smala um síðustu viku og sáu að nokkrum tímum fyrr hafði bæst í bústofninn.


Rolla sem sleppt geldri á fjall var þá með lítið lamb sér við hlið. „Það vitað að þetta gæti gerst. Það var eitthvað „happy hour“ í fjárhúsunum í vor,“ segir Arnaldur Sigurðsson bóndi.

Talið er að lambið hafi komið í heiminn fyrir sléttri viku, þann 9. september. „Það birtist allt í einu í miðjum hóp í smalamennsku. Það þurfti að fara yfir á og langar leiðir til að komast heim til sín þannig þetta var heilmikil fyrsta lífsreynsla.

Núna er búið að marka það og það er heima á túni. Þetta verður örugglega gullfalleg ær, mógolsuflekkótt, af vestfirsku kyni.“

Sauðburður á Hlíðarenda varð nokkuð langur í báða enda á Hlíðarenda þetta árið. „Fyrsta ærin bar 14. mars og nú kemur þetta fram svo hann er orðinn býsna langur.“

Mynd: Jóhann Snær Arnaldsson

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar